Flugáhafnir og notkun adhd-lyfja

Frumkvæðismál (2305167)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
27.09.2023 5. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Flugáhafnir og notkun adhd-lyfja
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði B. Eggertsdóttur frá innviðaráðuneyti.

Nefndin ákvað með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá innviðaráðuneyti um túlkun íslenskra flugmálayfirvalda á þeim reglugerðum sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt og varða notkun geðvirkra efna eða áfengis hjá flugáhöfnum og hvort íslenskar flugáhafnir hafi lent í úttekt hjá flugmálayfirvöldum í öðrum ríkjum. Þá var óskað eftir upplýsingum um heilbrigðisskoðanir flugliða og hvort sömu kröfur eru gerðar til flugmanna og annarra meðlima flugáhafna.
16.05.2023 55. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Flugáhafnir og notkun adhd-lyfja
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu vegna nýlegra frétta um bann flugáhafna við notkun adhd-lyfja, m.a. um framkvæmd reglna þessu lútandi hérlendis og í nágrannalöndum.